Þjóðsögur í morgunstund

Alla miðvikudagsmorgna er boðið upp á samverustund í hátíðasal Grundar. Þá er boðið upp á jóga, slökun, upplestur og söng og alltaf kemur einhver gestur og fræðir eða skemmtir heimilisfólki. Gestur dagsins í dag var Björk Bjarnadóttir þjóðháttafræðingur sem bauð upp á sagnastund þar sem efnið voru þjóðsögur. Takk Björk fyrir að gefa þér tíma til að koma og fræða heimilisfólk.