Allar fréttir

Síðasti dansleikur fyrir sumarfrí

Síðasti dansleikurinn fyrir sumarfrí var haldinn í hátíðasalnum í lok síðustu viku. Grundarbandið okkar vinsæla lék að venju fyrir dansi. Það er dásamlegt að sjá hvað margir mæta á dansleikina nú orðið og alltaf sérstaklega ánægjulegt þegar aðstandendur mæta til að dansa við fólkið sitt. Það jafnast nefnilega enginn á við nánustu ættingja í augum heimilisfólksins.

Sumarlegt Tónakvöld í Kaffi Mörk

Síðastliðið föstudagskvöld hélt tónlistarhópurinn Músík í Mörk sumarlega gleðistund í Kaffi Mörk fyrir íbúa 60+. Karen Lind Ingudóttir kom og söng í upphafi kvölds og með henni var Jóhannes Guðjónsson á píanó en þau voru bæði að ljúka brottfararprófi frá FÍH og ætla áfram í Listaháskólann í haust. Síðla kvölds voru spilaðir ljúfir tónar á tjaldinu og íbúar gæddu sér á léttum veitingum.

Sumarlegt Tónakvöld í Kaffi Mörk

Síðastliðið föstudagskvöld hélt tónlistarhópurinn Músík í Mörk sumarlega gleðistund í Kaffi Mörk fyrir íbúa 60+. Karen Lind Ingudóttir kom og söng í upphafi kvölds og með henni var Jóhannes Guðjónsson á píanó en þau voru bæði að ljúka brottfararprófi frá FÍH og ætla áfram í Listaháskólann í haust. Síðla kvölds voru spilaðir ljúfir tónar á tjaldinu og íbúar gæddu sér á léttum veitingum.

Sumarlegt Tónakvöld í Kaffi Mörk

Síðastliðið föstudagskvöld hélt tónlistarhópurinn Músík í Mörk sumarlega gleðistund í Kaffi Mörk fyrir íbúa 60+. Karen Lind Ingudóttir kom og söng í upphafi kvölds og með henni var Jóhannes Guðjónsson á píanó en þau voru bæði að ljúka brottfararprófi frá FÍH og ætla áfram í Listaháskólann í haust. Síðla kvölds voru spilaðir ljúfir tónar á tjaldinu og íbúar gæddu sér á léttum veitingum.

Diskó í Ási

Diskóið var tekið með trompi í Ási nú í vikunni. Heimilismenn kunnu svo sannarlega að meta dansleikinn og það var öllu til tjaldað. Matsalurinn var skreyttur hátt og lágt og það var ekki bara tjúttað heldur tóku allir undir þegar gömlu góðu diskólögin ómuðu um salinn.

Heimilismenn skelltu sér á kaffihús

Það er ekki langt að fara á kaffihús Hjálpræðishersins, Kastalakaffi. þegar búið er á Mörk. Fyrir skömmu ákvað heimilisfólkið á Langholti, 4 hæð, að gera sér glaðan dag og skreppa þangað. Starfsfólk og heimilisfólk lögðu land undir fót og fengu sér göngutúr. Frábær tilbreyting og ljúffengar veitingar

Heimilisfólk sýnir verk á bókasafni Hveragerðis

Nú stendur yfir myndlistarsýning nokkura heimilismanna og starfsmanna Áss í bókasafni Hveragerðis. Á sýningunni eru m.a. vatnslitamyndir, akrílmyndir, olíumyndir og ljósmyndir. Sýningin er öllum opin og stendur út maímánuð.

Diskó í hátíðasalnum

Diskó, diskó friskó er viðlagið í einu þekktu diskólagi sem eflaust hljómaði á diskótekinu sem haldið var í hátíðasal Grundar í síðustu viku. Það var létt og kátt andrúmsloftið og margir sungu með hástöfum þegar Abba hljómaði í salnum. Það voru allir á einu máli um að það yrði stutt í næsta diskó.

Fóstbræður sungu fyrir heimilisfólk Grundar

Karlakórinn Fóstbræður kom í sína óviðjafnanlegu heimsókn hingað á Grund um síðustu helgi og hélt tónleika. Þetta var að venju mögnuð stund og húsið ómaði af þessum stórkostlega söng. Takk kæru Fóstbræður fyrir að muna alltaf eftir okkur hér á Grund, ár eftir ár.

Púslað í gríð og erg

Það er alveg vinsælt að púsla í Ási... Hér er sko legið yfir einu og styttist í að hægt sé að byrja á nýju.