Söluverði og leigu verður stillt í hóf enda markmið stjórnenda Grundar Markarinnar ehf. að gera flestum kleyft að ráða við það fjárhagslega að flytja í íbúðirnar við Suðurlandsbrautina.  

Til að gefa fólki verðhugmynd má nefna að kaupendur áttatíu fermetra íbúðar við Suðurlandsbraut borga 30% kaupverðs sem er í kringum 9,5 milljónir króna. Mánaðarleiga fyrir húsnæðið er 142.000 krónur á mánuði. Leigjendur greiða mánaðarlega gjald í hússjóð sem kemur til með að nema um 16.000 krónum. Til viðbótar við greiðslu fyrir íbúðarétt sinn greiðir íbúðarrétthafi mánaðarlega í hússjóð sem stendur straum af rekstri og viðhaldi húseignarinnar á hverjum tíma. Bílastæði eru leigð út sérstaklega.