Ljósmyndarinn Hafliði Hjartarson sem um þessar mundir sýnir ljósmyndir í tengigangi GM.

Hafliði Hjartarson hefur opnað ljósmyndasýningu í tengigangi Markarinnar en hann er íbúi á Suðurlandsbraut 62 og situr í íbúaráði Grundar - Markarinnar.  Ljósmyndasýningin er yfirlitssýning og spannar um 60 ára tímabil.  Hafliði byrjaði að taka ljósmyndir þegar hann var tólf ára og á orðið mikið safn ljósmynda. Hann segist einnig hafa fiktað við kvikmyndir og á árunum 1955-1980 tók hann upp  töluvert af slíku efni. Hann segist vera mjög ánægður með viðtökurnar, sem hann hefur fengið við sýningunni og finnst gaman hvað margar skoðanir hafa komið í hans eyru, um það hver sé besta myndin að mati sýningargesta. Áhugasömum skal bent á að hægt er að skoða sýninguna alla daga frá klukkan 9 - 18.

Hafliði og Jónína, eiginkona hans, buðu til veislu að lokinni formlegri opnun ljósmyndasýningarinnar.
Gestir gæða sér á kaffi og bakkelsi í Mýrinni.