Guðrún Birna Gísladóttir forstjóri Grundar flutti erindi um starfsemina og æskuár sín á Grund.

Forstjóri Grundar, Guðrún Birna Gísladóttir, heimsótti Mýrina í vikunni þar sem hún hélt erindi um upphaf Grundar og tíðarandann á þeim árum sem og æskuár sín á Grund. Eftir erindið  sýndi hún gestum mynddisk um starfsemi Grundar sem er orðin þó nokkur og felur í sér rekstur heimilanna þriggja Grundar, Áss og Markar sem og þjónustuíbúðanna í Mörkinni og þvottahússins í Heragerði.