Hafliði Hjartarson, sem situr í íbúaráði Grundar - Markarinnar sýndi á dögunum myndir úr ljósmyndasafni sínu sem spanna frá miðri síðustu öld og fram til dagsins í dag. Á fjórða tug mætti í Mýrina og hefur Hafliði verið beðinn um að sýna fleiri ljósmyndir við tækifæri.